13.11.2013. Þann 9. nóvember s.l. stóð Surtseyjarfélagið fyrir málstofu um rannsóknir á lífríki Surtseyjar. Þessi málstofa var hluti af Líffræðiráðstefnunni 2013, sem haldin var í Öskju Háskóla Íslands í Reykjavík, dagana 8.-9. nóvember. Þetta var gert til að vekja athygli á 50 ára gosafmæli Surtseyjar 14. nóvember.

Á málstofunni voru haldin fimm erindi sem fjölluðu um nýjustu rannsóknir á ýmsum mismunandi lífveruhópum í Surtsey, allt frá jarðvegsörverum til fugla. Málstofan vakti talsverða athygli og alls tóku 47 manns þátt í henni, þrátt fyrir að hægt væri að velja milli fjögurra mismunandi málstofa á Líffræðiráðstefnunni.

Eftirfarandi erindi voru flutt á málstofunni:

Bjarni Diðrik Sigurðsson: Rannsóknir á þróun lífríkis eldfjallaeyja í heiminum [ágrip] [glærur]

Karl Gunnarsson: Aðflutningur og uppvöxtur lífvera í neðansjávarhlíðum Surtseyjar [ágrip] [glærur]

Niki Leblans: Áhrif sjófugla á uppsöfnun næringarefna í jarðvegi og vöxt plantna í Surtsey [ágrip] [glærur]

Borgþór Magnússon: Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey [ágrip] [glærur]

Viggó Þór Marteinsson: Landnám örvera í mismunandi jarðvegsgerðum Surtseyjar [ágrip] [glærur]

Mjög skemmtilegar umræður urðu á milli frummælenda og áheyrenda í lok málstofunnar. Áhugasamir geta skoðað ágrip erinda og fyrirlestrana sem pdf með því að smella á [glærur].

Einnig geta áhugasamir nálgast ágrip erinda ráðstefnunnar á slóðinni: http://biologia.is/liffraediradstefnan-2013/dagskra/